The Amazing Spider-Man 2 heimsfrumsýnd í London

Það var mikið um dýrðir þegar The Amazing Spider-Man 2 var heimsfrumsýnd í London rétt fyrir helgina. Aðalleikararnir Andrew Garfield, Emma Stone og Jamie Foxx mættu á rauða dregilinn sem var skreyttur kóngulóamerkinu.

Aðdáendur myndanna voru mættir allstaðar að frá Englandi, Skotlandi og Írlandi, sumir hverjir lengra frá.

Hér að neðan má sjá myndband frá frumsýningunni.

Garfield endurtekur titilhlutverk sitt, Stone heldur áfram sem Gwen Stacy og Marc Webb leikstýrir á nýjan leik. Í hlutverkum þorparanna þriggja sem koma við sögu í myndinni eru þeir Jamie Foxx, sem leikur Electro, Dane DeHaan, sem leikur Harry Osborn/Green Goblin og Paul Giamatti, sem leikur Rhino.

THE-AMAZING-SPIDER-MAN-2

Í myndinni er kóngulóarmaðurinn orðinn þjóðþekkt persóna og margir horfa upp til hans. Hlutirnir breytast þó þegar nýr þorpari, Electro, leikinn af Foxx, kemur fram á sjónarsviðið.