Óskarsleikstjóri látinn

ciminoMichael Cimino, margfaldur Óskarsverðlaunaleikstjóri og framleiðandi myndarinnar Hjartarbaninn, eða The Deer Hunter,  er látinn, 77 ára að aldri.

Ferill Cimino beið síðar hnekki þegar hin sögulegi vestri, Heaven´s Gate, floppaði með látum árið 1980.

Cimino sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar sem einn af kvikmyndaleikstjórum sem fengu á sig stimpilinn „Nýja Hollywood“, en þessi hópur gerði margar af merkustu myndum kvikmyndasögunnar.

Framlag Cimino í þessu samhengi var fyrrnefndur Hjartarbani, sem fjallaði um hnignun bandarísku verkamannastéttarinnar, og Víetnamstríðið.

Með aðalhlutverk í myndinni fóru Robert De Niro, Christopher Walken, John Savage, John Cazale, Meryl Streep og George Dzundza. Myndin hafði gríðarleg áhrif á þá sem eftir komu, og dægurmenningu síns tíma, ekki síst fyrir hið goðsagnakennda, og mjög umdeilda atriði, þar sem leikin var svokölluð rússnesk rúlletta.

Myndin var lofuð af bæði gagnrýnendum og almennum áhorfendum, og þénaði 49 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni, en kostaði einungis 15 milljónir dala. Myndin fékk níu Óskarstilnefningar, og vann fimm, þar á meðal fékk Cimino Óskar fyrir leikstjórn, Walken fyrir besta leik í aukahlutverki, og myndin var valin besta mynd.