Stressuð boltastjarna

Cleveland Cavaliers körfuboltasnillingurinn LeBron James leikur á móti þeim Amy Schumer og Bill Hader í nýjustu gamanmynd leikstjórans Judd Apatow, Trainwreck, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum nú um helgina, en kemur til Íslands 5. ágúst nk.

Film Review Trainwreck

 

James sagði í samtali við The Hollywood Reporter að þrátt fyrir að vera fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna sem íþróttamaður, þá hafi hann orðið stressaður fyrir því að birtast á hvíta tjaldinu.

Hann segist í samtalinu hafa orðið álíka stresssaður og hann var fyrir sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í körfubolta.

„Ég reyndi að einbeita mér að því að vera tilbúinn,“ sagði James. „Ég var mjög stressaður – allt þar til þeir kölluðu „Action“ “

James leikur sjálfan sig í myndinni, sem besta vin Hader. „Ég er spenntur fyrir því að vera með í Trainwreck, því þetta er nýr vettvangur fyrir mig.“

Apatow sagði í sömu grein um leikhæfileika James, að leikmaðurinn hafi uppskorið jafn mörg hlátrasköll og hver annar í myndinni, þegar myndin var prufusýnd fyrir áhorfendum.