Amanda Seyfried talar um hlutverk sitt sem klámstjarnan Lovelace

Kvikmyndin um Deep Throat klámstjörnuna Lindu Lovelace var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í síðasta mánuði og heitir hún einfaldlega Lovelace.

Amanda Seyfreid leikur Lindu og segir við blaðið The Sun að hún vissi frá upphafi að þetta ætti ekki að vera kvikmynd um klámstjörnu, heldur fyrst og fremst sé þetta saga um konu og samband hennar við manninn sinn. Í enda dagsins hafi þetta ekki snúist um nekt eða klám, heldur eitthvað miklu meira en það.

Það má segja að hlutverkið sé ögn djarfara en Amanda hefur tekið að sér áður og þekkja margir hana úr söng- og gamanmyndini Mamma Mia! þar sem hún leikur hina ljúfu brúði Sophie.

Amanda vill meina að það sé mikið um tepruskap í Bandaríkjunum varðandi nekt og kynlíf á hvíta tjaldinu en á sama tíma kippir sér enginn upp við byssur. Amanda segir að kynlíf í kvikmyndum fyrir henni sé ekki mikið mál því allir stundi það hvort sem er.

Linda Lovelace varð fræg á áttunda áratugnum þegar hún lék í víðfrægu klámmyndini Deep Throat, seinna kom í ljós að hún var aðeins þræll klámiðnaðarins og var ævi hennar vægast sagt átakanleg. Linda eyddi eldri árum sínum sem mótmælandi gegn klámiðnaðinum. Hún lést árið 2002 í bílslysi.

Lovelace fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum vestanhafs þann 15. mars næstkomandi.