Xenomorph og Neomorph geimskrímsli á nýju plakati

Xenomorph geimskrímsli og afkomendur þeirra, Neomorph geimskrímslin, leika stórt hlutverk markaðssetningu nýju Alien myndarinnar, Alien: Covenant, sem kemur í  bíó 19. maí nk.

Skrímslin eru nú mætt á ný í glænýju plakati fyrir myndina, en á því sjást óvættirnir í árásarham, með einhverjar vesalings mannskepnur í greipum sér.

Í myndinni fylgjumst við með geimskipinu Covenant sem er á leiðinni til fjarlægrar plánetu. Þegar þangað er komið þá finna þau David einn og yfirgefinn, en einnig hinar ófrýnilegu Xenomorph geimverur.

Leikstjórinn Ridley Scott tjáði sig um myndina á afþreyingarhátíðinni SXSW í Texas á dögunum. Þar sagði hann meðal annars að menn mættu eiga von á klókri en ofbeldisfullri mynd, sem ætti að hitta aðdáendur myndaseríunnar í hjartastað. Þá sagði hann að það væri auðvelt að fá fólk til að hlægja í dag, en erfitt að hrella það og hræða, því það væru allir komnir með svo harðan skráp er kemur að ofbeldi og hryllingi í bíómyndum.

Menn hafa lýst myndinni sem alvöru hrollvekju, og leitað er fanga í andrúmslofti fyrstu myndarinnar, Alien. 

Hér má lesa meira frá Scott. 

Kíktu á plakatið nýja hér fyrir neðan: