Síðasta veiðiferðin komin í 35 milljónir króna

Síðasta veiðiferðin, gamanmyndin um miðaldra karlana sem fara í epíska veiðiferð þar sem mikið gengur á, situr enn sem fastast á toppi í íslenska bíóaðsóknarlistans, þrettándu vikuna í röð. Eru tekjur af miðasölu á myndina nú komnar í tæplega 35 milljónir króna samtals frá frumsýningu.

Nektin er ekkert vandamál hjá strákunum í veiðiferðinni.

Önnur vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag er teiknimyndin Onward, eða Áfram, en tekjur af henni námu tæpri milljón um síðustu helgi. Samanlegt eru tekjur myndarinnar hér á landi frá frumsýningu tæpar 13 milljónir króna. Myndin sem situr í þriðja sæti, aðra vikuna í röð, er rómantíska drama-tónlistarmyndin I Still Believe.

Tvær nýjar myndir eru á listanum þessa vikuna. The Goonies, sem er reyndar sígild mynd, fer beint í áttunda sæti aðsóknarlistans, og í humátt á eftir henni kemur gamandramað Military Wives með engri annarri en English Patient leikkonunni Kristin Scott Thomas í aðalhlutverki. Myndin segir frá hópi kvenna, sem eiga eiginmenn sem sinna herþjónustu í Afghanistan, stofna kór og slá í gegn.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: