33.500 hafa séð Star Wars

Þá er komið að síðasta aðsóknarlista ársins 2019. Þar trónir á toppnum Star Wars: The Rise of Skywalker, aðra vikuna í röð, en myndin er enn sú langvinsælasta á Íslandi, og þó víðar væri leitað. Samkvæmt aðsóknarlistanum hafa 33.500 gestir séð kvikmyndina og tekjur nema um 49 milljónum króna.

Öflugt þríeyki.

Önnur vinsælasta mynd landsins er sem fyrr Jumanji: The Next level og aftur í þriðja sæti er teiknimyndin vinsæla Frozen 2.

Fjórar nýjar kvikmyndir eru á listanum að þessu sinni. Njósnarar í dulargervi fljúga beint í fjórða sæti listans, Kettir, eða Cats, læðast þar í humátt á eftir í fimmta sætinu, og beint í níunda sætið fer Judy, ævisöguleg kvikmynd um tónleikaferð Judy Garland um Bretland.

Að lokum er það myndlistarkvikmyndin Á Skjön um líf og störf myndlistarmannsins Magnúsar Pálssonar, sem fer beint í 16. sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: