Þrenna hjá Tarantino

Það er ljóst, eins og var auðvitað vitað fyrirfram, að Íslandsvinurinn Quentin Tarantino á hér marga og trygga aðdáendur, sem hafa streymt í bíó undanfarnar vikur að sjá nýjustu kvikmynd hans, Once Upon a Time in Hollywood, en hún situr núna þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Skeggrætt í borg draumanna.

Tarantino, Brad Pitt, Margot Robbie, Leonardo DiCaprio og fleiri sem koma að myndinni, fengu þó harða samkeppni því enginn annar en Gerard Butler er mættur rétt eina ferðina í hlutverki ofur leyniþjónustumannsins Mike Banning, nú í Angel has Fallen. Sú mynd situr nú á toppi bandaríska aðsóknarlistans.

Í þriðja sæti er svo gamanmyndin Good Boys og fer niður um eitt sæti á milli vikna.

Þrjár aðrar nýja myndir eru á listanum þessa vikuna. Beint í 12. sætið fer nýja myndin sem er innblásin af Stjóranum, eða Bruce Springsteen, Blinded By the Light.

Lestu gagnrýni um Blinded by the Light

Í 14. sætið tyllti sér myndin sem hefur verið beðið eftir í mörg ár, The Man Who Killed Don Quixote, og í 19. sætinu situr nú franska trúardramað The Apparition.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: