Aldrei fleiri í Bíó Paradís

2015 var aðsóknarmesta ár menningarhússins Bíó Paradísar við Hverfisgötu frá upphafi, en bíóið fagnar sjötta starfsári sínu nú í ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bíó Paradís.  Aukningin nemur 48% á milli áranna 2014 og 2015.

Stockfish_BioParadis

„Bíó Paradís er sjálfseignastofnun sem er stofnað með það að markmiði að efla og styðja kvikmyndamenningu og kvikmyndafræðslu á Íslandi. Síðan Bíó Paradís tók til starfa haustið 2010 hafa yfir 1400 kvikmyndir frá 60 löndum verið sýndar í húsinu, yfir 270 íslenskar stutt- og heimildamyndir verið sýndar, tekið hefur verið á móti 33.000 börnum í kvikmyndafræðslu, og hefur Bíó Paradís staðið að ótalmörgum hátíðum og kvikmyndatengdum viðburðum.“

Í tilkynningunni segir einnig að ætla megi að yfir 400 þúsund gestir hafi notið kvikmynda og annarra viðburða í húsinu.

csm.imagen- Barnakvikmyndahátíð 2015-_DSC9215

Frá Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin var 20. – 30. mars 2015