Hobbitinn vinsælastur um jólin

three-new-banners-released-for-the-hobbit-the-desolation-of-smaug-145617-a-1380618563-470-75Stórmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er langsamlega vinsælasta kvikmynd landsins um þessar mundir, en myndin, sem var frumsýnd nú um jólin, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina. Myndin fékk fjórum sinnum meiri aðsókn en myndin í öðru sæti, toppmynd síðustu viku, Disney myndin Frosinn, eða Frozen.

Í þriðja sæti er önnur stórmynd, mynd Martin Scorsese með Leonardo di Caprio í aðalhlutverkinu, The Wolf of Wall Street, en hún fer ný beint í þriðja sæti listans. Í fjórða sæti aðsóknarlistans er Will Ferrell gamanmyndin Anchorman 2, en hún var í fjórða sæti í síðustu viku.

Í fimmta sæti er svo þriðja stórmyndin, The Hunger Games: Catching Fire, en hún fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í nóvember sl.

Ein ný mynd er á lista vikunnar að þessu sinni, Almodóvar myndin I´m So Excited, sem fer beint í tólfta sæti listans.

Sjáðu hvaða 12 myndir voru vinsælastar yfir jólin í íslenskum bíóhúsum:

 

lislislis