Tvær á toppnum

Tvær nýjar myndir slógu í gegn í miðasölunni í Bandaríkjunum um helgina. Önnur var teiknimyndin The Croods og hin var spennutryllirinn Olympus Has Fallen, en báðum gekk betur en spáð hafði verið.

The Croods var spáð tekjum upp á 44 milljónir Bandaríkjadala, sem hefði í raun orðið besta frumsýningarhelgi myndar það sem af er ári, en myndin gerði enn betur en það og þénaði 63,3 milljónir dala og tók toppsæti bandaríska aðsóknarlistans.

Í öðru sæti komu svo Gerard ButlerAaron Eckhart og félagar í Olympus Has Fallen með 30,5 milljónir dala í tekjur í öðru sætinu, en sem fyrr sagði var það mun meira en menn höfðu þorað að vona.

Gamanmyndin Admission með Tina Fey og Paul Rudd náði hinsvegar ekki að vera með í partýinu og þénaði aðeins 6,4 milljónir dala, en myndin var rétt eins hinar tvær frumsýnd um helgina. Myndin var fimmta vinsælasta myndin um helgina í Bandaríkjunum, og náði ekki að komast upp fyrir Oz the Great and Powerful og The Call, sem báðar voru á sinni annarri viku í sýningum.

Árangur Olympus Has Fallen er besti árangur spennumyndar á árinu á frumsýningarhelgi og langbesti árangur myndar með Gerard Butler í aðahlutverki síðan hann gerði The Bounty Hunter árið 2010.

Hér fyrir neðan er listi tíu vinsælustu mynda í Bandaríkjunum nú um helgina:

The Croods, 44,7 milljónir dala.
Olympus Has Fallen, 30,5 milljónir dala.
Oz the Great and Powerful, 22 milljónir dala.
The Call, 8,7 milljónir dala.
Admission, 6,4 milljónir dala.
Spring Breakers, 5 milljónir dala.
The Incredible Burt Wonderstone, 4,3 milljónir dala.
Jack the Giant Slayer, 3 milljónir dala.
Identity Thief, 2,5 milljónir dala.
Snitch, 1,9 milljónir dala.

Tvær á Toppnum

Þær bomburnar Halle Berry og Penelope Cruz eru að fara að leika saman í mynd. Nefnist hún Gothika og verður framleidd af ofurframleiðandanum Joel Silver ( The Matrix ). Berry leikur sálfræðing einn sem vaknar sem sjúklingur inni á eigin geðsjúkrahúsi og man ekkert eftir því hvernig það gerðist. Cruz leikur síðan annan sjúkling sem reynir að hjálpa henni. Enn hefur enginn leikstjóri verið ráðinn, en þar sem myndin verður í Dark Castle seríunni sem Silver gerir með Robert Zemeckis ( hinar eru 13 Ghosts og Ghost Ship ) má gera ráð fyrir því að það verði gert í flýti. Þær eru nefnilega alltaf frumsýndar á hrekkjavökunni í Bandaríkjunum og því má hafa hraðann á.