John McClane skilur ekki orð – Nýtt atriði

Það styttist óðum í frumsýningu nýju Die Hard myndarinnar, A Good Day to Die Hard. Hér að neðan er fyrsta atriði sem við sýnum úr myndinni, þar sem John McClane, í túlkun Bruce Willis er orðinn drullupirraður, eins og honum einum er lagið. Þegar einhver Rússi fer að reyna að tjá sig við hann á rússnesku hefur hann engan tíma fyrir slík samskipti, enda skilur hann ekki orð sem maðurinn segir:

A Good Day to Die Hard verður frumsýnd á Íslandi 15. febrúar nk. Unnendur spennumynda af þessari tegund fá mikið fyrir sinn snúð nú á næstunni, því margir frægustu hasarleikarar samtímans eru að frumsýna nýjar myndir í febrúar, og má segja að frá og með næstu viku komi ein mynd af þessum toga á viku næstu þrjár vikurnar á eftir.

Bruce Willis kemur 15. febrúar eins og fyrr sagði, en Arnold Schwarzenegger mætir fyrstur í bíóhús í The Last Stand 1. febrúar, og Sylvester Stallone kemur í Bullet to the Head viku seinna, eða 8. febrúar.