Hobbitinn áfram vinsæll

The Hobbit: An Unexpected Journey er vinsælasta myndin í bíó á Íslandi aðra vikuna í röð, en Íslendingar hafa tekið Hobbitanum og fylgdarliði hans opnum örmum.

Í öðru sæti á aðsóknarlista kvikmynda í íslenskum bíóhúsum, upp um eitt sæti á milli vikna, er hamfaramyndin The Impossible sem byggð er á sannsögulegum atburðum. Life of Pi, myndin um drenginn sem er skipreka á bát með sirkusdýrum, er í þriðja sæti og fer niður um eitt sæti. Ný í fjórða sæti er hrollvekjan Sinister sem fjallar um rithöfund sem flytur í hryllingshús. Í fimmta sæti er síðan jólamyndin Rise of the Guardians, og fer niður um eitt sæti á milli vikna.

Ein önnur ný mynd er á listanum, en það er myndin Hvíti Kóalabjörninn sem fer beint í sjötta sætið á listanum.

Hér að neðan er listi 14 aðsóknarmestu mynda á landinu:

Stikk: