Contraband gengur vel í BNA

Contraband, eins og flestir kannski vita sem fylgjast með bíósíðum, var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær og voru viðtökurnar vægast sagt góðar. Myndin tók $9 milljónir á föstudegi og er áætlað að hún taki milli $25m og $30m alla helgina og þar með #1 sæti á tekjulistanum í Bandaríkjunum.

Áhorfendur eru mjög ánægðir með myndina en hún fær -A í Cinemascore sem telst mjög gott. Til samanburðar má nefna að The Town fékk B í Cinemascore.

Baltasar Kormákur leikstýrir Contraband en í aðalhlutverkum í myndinni eru Mark Wahlberg, Kate Beckinsale, Giovanni Ribisi, Ben Foster ásamt þeim fer Ólafur Darri Ólafsson með aukahlutverk í myndinni. Óskar Jónasson leikstýrði frummyndinni, Reykjavík-Rotterdam, sem kom út árið 2008..

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 20.janúar.