Þrívíddaræði Hollywood kortlagt

Margir eru meira en þreyttir á dýrkun Hollywood-manna á þrívídd síðan Avatar gerði garðinn frægan með nýju þrívíddartækni James Camerons, en það er þó letilegu peningaplokki í raun að kenna, ekki tækninni sjálfri. Margir tala jafnvel um að þeir sjái varla mun á þrívíddinni sem er tekin upp með sérútbúnum tökubúnaði og þegar breytt er í þrívídd í eftirvinnslunni.

Öllu æði fylgir listrænt kort sem sniðugur netbúi hefur útbúið og hér fyrir neðan má sjá þrívíddina kortlagða af sortable.com eins og hún leggur sig:

Ég verð að viðurkenna að mikið þarna kemur á óvart eins og miðasala síðustu Harry Potter-myndarinnar og að Piranha 3D hafi ekki verið tekin upp í þrívídd. Hlutfall þríddarmynda er einnig skuggalega hátt(160 kvikmyndir frá 2008 til 2011) en varla er við öðru að búast miðað við hvað maður sér mörg plaköt með stórletruðu „3D“-lógói á þeim.

Er eitthvað þarna sem kemur ykkur á óvart? Eruð þið orðin þreytt á þrívíddinni eða er verið að bíða eftir næstu þrívíddarstórmyndinni sem mun aftur fá fólk til að fagna tækninni á ný?