Sam Elliott um Óskarstilnefninguna: “Það var kominn tími til”

Bandaríski leikarinn Sam Elliott, sem ætti að vera flestum kvikmyndaunnendum að góðu kunnur, hefur nú tjáð sig um sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna, en hann er tilnefndur nú í ár fyrir bestan meðleik í A Star Is Born.

Leikarinn, sem oft hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í gegnum tíðina, og leikur eldri bróður persónu Bradley Cooper, aðalleikara og leikstjóra myndarinnar, í myndinni, sagði í samtali við Deadline kvikmyndavefinn: “Ég held að það sem komi fyrst upp í hugann er, það var kominn andsk… tími til,” sagði Elliott. “En að því slepptu, þá snýst þetta allt um frammistöðuna; þetta er um hina skapandi hlið. Það er frábært að fá viðurkenningu fyrir það, það er það sem skiptir öllu máli.”

Aðrir sem eru tilnefndir auk hins 74 ára gamla Elliott, eru Sam Rockwell fyrir Vice, Adam Driver fyrir BlacKkKlansman, Mahershala Ali fyrir Green Book og Richard E Grant fyrir Can You Ever Forgive Me?

Elliott hefur leikið lykilhlutverk í bíómyndum í meira en 50 ár, en fyrsta hlutverk hans var í Butch Cassidy and the Sundance Kid. Síðar lék hann í sígildum kvikmyndum eins og The Big Lebowski og Road House.

Spurður nánar um tilnefninguna sagði Elliot: “Ég held að það sem ég fæ meiri skilning á eftir þetta er hve lánsamur ég er. Það að fá tækifæri til að vinna með fólki eins og Bradley og Stefani ( Lady Gaga ) er bara ótrúlegt. Ég er búinn að vera í fimmtíu ár í bransanum og skyndilega að fá tækifæri til að vera með í svona mynd, er dýrleg gjöf.”

Hér fyrir neðan eru allar tilnefningarnar til Óskarsverðlauna:


Besta kvikmynd

Black Panther

BlacKkKlansman

Bohemian Rhapsody

The Favourite

Green Book

Roma

A Star is Born

Vice

Besti leikstjóri

Spike Lee – BlacKkKlansman

Pawel Pawlikowski – Cold War

Yorgos Lanthimos – The Favourite

Alfonso Cuarón – Roma

Adam McKay – Vice

Besta aðalleikkona

Yalitza Aparicio – Roma

Glenn Close – The Wife

Olivia Colman – The Favourite

Lady Gaga – A Star is Born

Melissa McCarthy – Can You Ever Forgive Me?

Besti aðalleikari

Christian Bale – Vice

Bradley Cooper – A Star is Born

Willem Dafoe – At Eternity’s Gate

Rami Malek – Bohemian Rhapsody

Viggo Mortensen – Green Book

Besta meðleikkona

Amy Adams – Vice

Marina De Tavira – Roma

Regina King – If Beale Street Could Talk

Emma Stone – The Favourite

Rachel Weisz – The Favourite

Besti meðleikari

Mahershala Ali – Green Book

Adam Driver – BlacKkKlansman

Sam Elliott – A Star is Born

Richard E Grant – Can You Ever Forgive Me?

Sam Rockwell – Vice

Besta frumsamda handrit

The Favourite

First Reformed

Green Book

Roma

Vice

Besta handrit eftir áður útgefnu efni

The Ballad of Buster Scruggs

BlacKkKlansman

Can You Ever Forgive Me?

If Beale Street Could Talk

A Star is Born

Besta tónlist

Black Panther

Blackkklansman

If Beale Street Could Talk

Isle of Dogs

Mary Poppins Returns

Besta lag í kvikmynd

“All the Stars” – Black Panther

“I’ll Fight” – RBG

The Place Where Lost Things Go” – Mary Poppins Returns

“Shallow” – A Star is Born

“When a Cowboy Trades His Spurs for Wings” – The Ballad of Buster Scruggs

Besta teiknimynd

Incredibles 2

Isle of Dogs

Mirai

Ralph Breaks the Internet

Spider-Man: Into the Spider-Verse

Besta erlenda kvikmynd

Capernaum

Cold War

Never Look Away

Roma

Shoplifters

Besta klipping

BlackKklansman

Bohemian Rhapsody

The Favourite

Green Book

Vice

Besta förðun og hárgreiðsla

Border

Mary Queen of Scots

Vice

Bestu tæknibrellur

Avengers: Infinity War

Christopher Robin

First Man

Ready Player One

Solo: A Star Wars Story

Besta kvikmyndataka

Cold War

The Favourite

Never Look Away

Roma

A Star is Born

Besta framleiðsla

Black Panther

The Favourite

First Man

Mary Poppins Returns

Roma

Besta heimildarmynd

Free Solo

Hale County This Morning, This Evening

Minding The Gap

Of Father and Sons

RBG

Besta stutta heimildarmyndin

Black Sheep

End Game

Lifeboat

A Night at the Garden

Period. End of Sentence.