Fyrsta Hobbitablogg ársins kætir fyrir helgina

Hobbitar í viðartunnum, langir göngupallar í náttúruverndarskyni og framleiðsla myndarinnar nær miðjumarki sínu. Peter Jackson og áhöfn kunna svo sannarlega að gefa fólki hresst og skemmtilegt innlit í framleiðsluferli The Hobbit-myndanna, en samkvæmt myndbandinu eru þau nú opinberlega hálfnuð og byrjuð á seinni hlutanum The Hobbit: There and Back Again.

Flestir aðstandendur Hobbitans hafa eitthvað að segja um sína hlið framleiðslunnar og allir virðast jafn léttir og spenntir yfir myndinni eins og aðdáendurnir. Jackson er að sjálfsögðu smitandi í gleðinni sinni og birtir upp daginn heilmikið- það er aðdáunarvert að fylgjast með leikstjóra eins og honum því hann er greinilega jafn spenntur yfir myndinni og allir aðdáendurnir/bíógestirnir sem sitja heima fyrir og bæla spennufiðringinn. Ég ætla ekki að tefja frekar og bendi einfaldlega á létta og laggóða blogg myndbandið hér fyrir neðan:

Hjartað í manni einfaldlega bráðnar af þáþrá fyrir að komast aftur í bíó að sjá nýja Tolkien-mynd í umsjá Jackson, og þá sérstaklega um jólaleytið eins og hvernig Hringadróttinssaga var gefin út þrjú ár í röð. Hvernig er ekki hægt að vera smitaður af kæti og spennunni í Jackson fyrir myndunum?