Gilroy vill Franco í nýju Bourne myndina

Kvikmyndaleikarinn James Franco er nú sterklega orðaður við aðalhlutverkið í næstu Bourne mynd – The Bourne Legacy. Leikstjórinn Tony Gilroy hefur verið að bera víurnar í leikarann, sem þekktur er fyrir leik sinn í Spiderman og Eat Pray Love, m.a. Nýjasta mynd hans er 127 Hours, en í þeirri mynd sem er sannsöguleg, leikur hann fjallaklifrarann Aron Ralston sem var fastur með hendina í sprungu í 127 klukkutíma, eða þangað til honum tókst að skera hendina af sér og sleppa.

The Bourne Legacy yrði fyrsta Bourne myndin án Matt Damon í hlutverki Jason Bourne ofurnjósnarans.

Ef Franco myndi taka hlutverkið að sér þá myndin hann þurfa að túlka alveg nýja hetju, þar sem Gilroy sagði nýverið að enginn myndin koma í stað Damons.

Hann sagði: „Ég gæti ekki séð neinn annan en Damon fyrir mér í hlutverki Bourne.“

Það er lítið vitað enn um handritið að myndinni, þó að Gilroy hafi staðfest að Jason Bourne sé ekki látinn, sem gefur kost á því fyrir hann, og Matt Damon, að koma til leiks síðar.

Franco, sem er 32 ára, er hægt að sjá næst í Planet of the Apes forsögunni; Rise of the Apes, ásamt Andy Serkis, Tom Felton og Freida Pinto.

Aron Ralston fjallaklifrari.