Svartklædd á toppi aðsóknarlistans

Ný kvikmynd tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina. Þar er á ferð engin önnur en fjórða Men in Black myndin, Men in Black: International, með þeim Chris Hemsworth og Tessa Thompson í aðalhlutverkum.

Á þeysireið.

Sæti tvö, þrjú og fjögur eru óbreytt á milli vikna, en toppmynd síðustu viku, X-Men: Dark Phoenix þarf nú að gera sér fimmta sætið að góðu.

Auk Men in Black þá er ein önnur ný mynd á listanum, Sons of Denmark, sem fer rakleiðis í 18. sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: