Superman í varðhaldi í nýrri stiklu

Nýverið sýndum við myndbrot þar sem hershöfðinginn Zod hótaði jarðarbúum þjáningu ef Superman gæfi sig ekki fram til hans. Framleiðendur Man of Steel hafa tekið upp á samskonar uppátækjum til þess að láta vita af myndinni og má þar nefna stór villandi auglýsingaskilti sem sýndu dularfull skilaboð.

Þessar kitlur og stiklunar tvær sem hafa verið sýndar hafa gert aðdáendur gríðarlega spennta og nú munu margir svala þorsta sínum því ný stikla hefur verið sýnd.

Í stiklunni má sjá atburðarrásina frá byrjun þar sem foreldrar Kal-El senda hann til jarðar og þegar hann er að uppgvöta mátt sinn á unglingsárum. Í seinni hlutanum er Superman settur í varðhald og þar fáum við að vita hvað merkið „S“ raunverulega þýðir.

Man of Steel verður frumsýnd á Íslandi þann 21. júní næstkomandi.