Superman á fleygiferð á nýju plakati og vídeói

Komið er splunkunýtt plakat fyrir Superman myndina Man of Steel, sem er leikstýrt af Zack Snyder. Á plakatinu er Superman, leikinn af Henry Cavill, á fleygiferð hátt yfir borginni, líklega á leiðinni að veita þorparanum Zod hershöfðingja, sem leikinn er af Michael Shannon,  ráðningu, enda eru hnefarnir krepptir og tilbúnir til árásar.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan, og þar fyrir neðan er glæný sjónvarpsauglýsing fyrir Man of Steel:

Flestum ætti að vera kunn sagan í Superman, en hún er eitthvað á þessa leið: Barn er sent til Jarðar frá deyjandi plánetu, og hjón í sveitum Kansas taka það að sér og ala það upp. Þegar barnið verður fullorðið verður það blaðamaður, en notar yfirnáttúrulega hæfileika sína til að vernda hin nýju heimkynni sín fyrir lævísum illmennum.

Man of Steel verður frumsýnd 21. júní nk.