Stórstjörnumynd endurgerð – heimsækja dauðann

Columbia Pictures ætlar að endurgera myndina Flatliners, en í upprunalegu myndinni lék árið 1990 hópur af ungum og upprennandi stórstjörnum, eins og Juliu Roberts, Kiefer Sutherland, ásamt fleirum, í leikstjórn Joel Schumacher. Ben Ripley, sem skrifaði Source Code hefur verið ráðinn sem handritshöfundur. Framleiðandi er Laurence Mark, sem er gamalreyndur í faginu og hefur meðal annars framleitt myndir eins og Julie & Julia og The Lookout. Further Films fyrirtækið, sem framleiddi upprunalegu myndina, mun einnig taka þátt.

Upprunalega myndin var skrifuð af Peter Filardi, og fjallar um hóp af læknanemum sem gerir tilraun til að heimsækja dauðann. Þau reyna að kíkja yfir landamæri lífs og dauða, og fara með hvort annað eins nálægt því að deyja og mögulegt er, á læknisfræðilegan hátt. Titillinn Flatliners, vísar til flatrar línu á hjartalínuriti.

Ásamt Juliu og Kiefer þá léku hin ungu og efnilegu Kevin Bacon, William Baldwin og Oliver Platt einnig í myndinni.

Auk Source Code, vísindaskáldsögu spennutryllinum með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkinu, þá hefur Ripley einnig skrifað nokkur verkefni sem hafa farið beint á vídeó.