Stjórnmálamenn: Horfið á Star Trek!

Star Trek leikarinn Patrick Stewart vill að stjórnmálamenn dagsins í dag horfi meira á Star Trek og leiti þar eftir innblæstri í stað þess að standa í eilífu stappi og þrasi.

1179911-patrick_stewart_professor_x_super

Þegar The Huffington Post spurði leikarann hver af persónunum sem hann hefði leikið í gegnum tíðina yrði góð fyrirmynd fyrir okkur í dag, þá sagði hann að hann myndi velja persónuna sem hann lék í Star Trek: The Next Generation, Jean-Luc Picard skipherra.

„Ólíkt forvera mínum, skipherranum James T. Kirk, þá trúði Jean-Luc Picard fyrst og fremst á samninga. Diplómatinn í honum var sterkari en hermaðurinn. Tal, tal, tal og meira tal. Það yrðu frábær skilaboð fyrir heiminn að meðtaka.“

Stewart gagnrýndi leiðtoga heimsins fyrir að leysa vandamálin með hernaði, í stað þess að leggja meira á sig við að leysa málin með friðsamlegum hætti. „Fólk á ekki að þurfa að deyja til að góð niðurstaða náist – Ég trúi því,“ sagði hann. „Ég trúi því að við grípum til vopna allt of fljótt.“