Stjarna fæðist á toppnum

Svo virðist sem hin stórgóða drama- og tónlistarkvikmynd A Star is Born sé að spyrjast firnavel út meðal landsmanna, því myndin gerir sér nú lítið fyrir og fer á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, eftir fjórar vikur í sýningum.

Toppmyndin í Bandaríkjunum, Halloween, sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, nær því aðeins öðru sæti listans. Í þriðja sæti og stendur í stað er æringinn Johnny English.

Þrjár nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Fyrstan ber að telja kafbátatryllinn Hunter Killer með harðhausnum Gerard Butler í aðalhlutverki. Þá er það stríðsmyndin Squadron 303 og að lokum danska myndin The Guilty. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: