Steve Martin orðinn faðir – 67 ára gamall

Hinn gamlkunni leikari Steve Martin er orðinn faðir í fyrsta sinn, samkvæmt fréttavefnum New York Post. Eiginkona hans, Anne Stringfield, eignaðist barnið í desember síðastliðnum en haft er eftir heimildarmanni NY Post að Steve gamli Martin vilji lítið tjá sig um málið en er þó sagður vera í skýjunum með að hafa loksins eignast sitt fyrsta barn. Það kemur þó ekki fram í fréttinni hvort um stelpu eða strák sé að ræða.

Steve Martin er eflaust flestum kunnugur enda á hann langan og farsælan feril í kvikmyndunum að baki. Ber þar helst að nefna myndir eins og Father of the Bride, Three Amigos! og Bowfinger, svo fátt eitt sé nefnt.

Nánar upplýsingar um feril Steve Martin er að finna inn á Kvikmyndir.is eða með því að smella hér.