Sterkur strandvörður staðfestur?

rockDwayne „The Rock“ Johnson hefur í nógu að snúast þessi misserin og leikur í hverri hasarmyndinni á fætur annarri. Nú ætlar hann að bæta strandgæslu á listann yfir komandi verkefni, en hann virðist ætla að leika aðalhlutverk í kvikmyndagerð sjónvarpsþáttanna vinsælu Baywatch, eða Strandverðir, sem vinsælir voru á tíunda áratug síðustu aldar, með David Hasselhoff og Pamelu Anderson í helstu hlutverkum.

Johnson er þó pínu dularfullur og stríðinn í yfirlýsingum sínum, og menn verða að lesa á milli línanna, en svo virðist sem hann hafi verið að staðfesta þátttöku sína í myndinni á samfélagsmiðlum á fimmtudaginn síðasta.

Hinn vinalegi, vöðvastælti og brosmildi leikari setti inn ljósmynd á Instagram af sjálfum sér á sundskýlunni á sjóþotu og skrifaði með: „Þetta er ströndin mín …!“ orðrómurinn er sannur … við erum að gera #BAYWATCH kvikmyndina. Skarpa, djarfa, og vonandi bráðfyndna. Og hlaup í hægagangi á ströndinni…“

Loading

„This is my beach bitch!“ Rumors are true… we’re making #BAYWATCH the movie. Edgy, raunchy and hopefully, funny as all hell. Cue slo mo running on the beach… #WhoNeedsMouthToMouth #RedShortsBeHugginABrotha

View on Instagram

 

Paramount framleiðslufyrirtækið hefur stefnt að því að gera Baywatch mynd um árabil, en handritshöfundur Bad Teacher 2, Justin Malen, er nú að leggja lokahönd á handritið, samkvæmt frétt LA Times.