Statham gegn siðblindum Franco – Rauðmerkt stikla

Fyrsta stiklan er komin fyrir spennutrylli þeirra James Franco og Jason Statham, Homefront. Handrit myndarinnar er eftir Sylvester Stallone en myndin fjallar um hinn siðblinda dópkóng Gator Bodine, sem Franco leikur, sem ræður ríkjum í rólega bænum sem fyrrum eiturlyfjalögga, sem Jason Statham leikur, flytur í ásamt fjölskyldu sinni.

homefront

Leikstjóri er Gary Fleder.

Persóna Statham flytur í bæinn til að flýja ofbeldið sem einkennt hefur líf hans hingað til, en þegar Franco uppgötvar fortíð hans, þá verður fjandinn laus.

Athugið að um svokallaða rauðmerkta ( red band ) stiklu er að ræða, og hún því bönnuð börnum. Aðrir helstu leikarar eru Winona Ryder, Kate Bosworth og Frank Grillo. 

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Og hér fyrir neðan er plakatið fyrir myndina:

homefront_statham