Statham fær góðan liðsauka

Tommy Lee Jones, Jessica Alba og Michelle Yeoh hafa verið ráðin til að leika í framhaldi af Jason Statham myndinni The Mechanic  ( Vélvirkinn ) frá árinu 2011; Mechanic: Resurrection.

jessica-alba-talks-sin-city-2-128621-a-1361259394-470-75

Myndin verður frumsýnd 22. janúar 2016. Leikstjóri er Dennis Gansel.

Mechanic: Resurrection mun segja frá leigumorðingjanum Arthur Bishop, sem Statham leikur, þar sem hann er rembast við að klára lista yfir hættulegustu menn í heimi, en hann á að myrða þá hvern á eftir öðrum .

Tökur myndarinnar hófust þann 4. nóvember sl. í Bangkok í Taílandi.

Nýjasta mynd Jones er The Homesman, vestri sem Jones leikstýrði og skrifaði handritið að.  Alba sást nýverið í Sin City: A Dame to Kill For, og næstu myndir hennar eru spennugamanmyndin Barely Legal, þar sem hún leikur á móti Samuel L. Jackson, og gamanmyndin The Wright Girls.

Yeoh sést bráðum í framhaldi myndarinnar Crouching Tiger, Hidden Dragon.

 

Stikk: