Stallone skrifar fyrir Statham og Franco – Myndir og plakat!

Spennumyndin Homefront, sem væntanleg er í bíó í Bandaríkjunum í nóvember nk., er áhugaverð fyrir nokkurra hluta sakir. Í fyrsta lagi er áhugaverð blanda af leikurum í myndinni, en þar má helst nefna hasarhetjuna Jason Statham, James Franco, sem leikur eiturlyfjasala, Frank Grillo, Winona Ryder, Clancy Brown, Kate Bosworth og Rachelle LeFevre. Annað sem gerir myndina áhugaverða er að það er enginn annar en goðsögnin Sylvester Stallone sem skrifar handritið, og byggir það á skáldsögu Chuck Logan.

Homefront_D22_7244.CR2

Í þriðja lagi má segja að myndin sé óvenjuleg Statham mynd þar sem hann er vanur að leika í spennutryllum þar sem hasarinn er í algjöru aðalhlutverki, frá byrjun til enda, en hér er, samkvæmt vefsíðunni joblo.com, um dýpri persónusköpun og leik að ræða.

Leikstjóri er Gary Fleder.

 

Myndin fjallar um fyrrum fíkniefnalögregluþjónn sem flytur ásamt fjölskyldu sinni í rólegan bæ úti á landi. Hann kemst þó fljótt í kast við eiturlyfjabarón bæjarins ( Franco ).

Hér fyrir neðan eru fyrstu ljósmyndirnar úr myndinni og þar fyrir neðan er plakatið:

Homefront_D26_7937.CR2 Homefront_D4_1474.CR2 Homefront_D16_5393.CR2 Homefront_D1_0080.CR2

 

homefront_statham