Spy Kids stúlka orðin stór

Leikstjórinn Robert Rodriguez réð fyrir 11 árum síðan hina 12 ára gömlu Alexa Vega til að leika eitt aðalhlutverkanna, hlutverk Carmen Cortez, í fjölskyldumyndinni Spy Kids. Í kjölfarið lék Vega í þremur myndum Rodriguez í viðbót og núna leiða þau saman hesta sína í fimmta sinn í myndinni Machete Kills, sem er framhald af myndinni Machete. 

Eins og sést hér að neðan, þá er Vega ekki lengur litla njósnastúlkan sem hún var í Spy Kids, heldur orðin harðsoðinn byssumaður, tilbúinn að senda kúlu á milli augnanna á manni.

 

 

Frumsýningardagur er ekki ákveðinn ennþá fyrir Machete Kills.