Sprenghlægileg stikla úr Your Highness

Your Highness er væntanleg í kvikmyndahús snemma á næsta ári en ef marka má stikluna hér fyrir neðan verður myndin sprenghlægileg.
Your Highness er í leikstjórn David Gordon Green, sem gaf seinast frá sér Pineapple Express, og fjallar um bræðurna Thadeous og Fabious, sem eru leiknir af Danny McBride og James Franco. Thadeous er hrokafullur og latur prins sem lætur stjana við sig alla daga á meðan Fabious er holdgervingur miðaldarhetjunnar, en bræðurnir þurfa að vinna saman ef þeir ætla að bjarga konungsríki föður síns. Með önnur hlutverk fara Natalie Portman og Zooey Deschanel. Fleira segi ég ekki og mæli sterklega með stiklunni hér fyrir neðan, en bendi á að hún er svokallaður Red Band Trailer og því ekki við hæfi þeirra yngstu.

– Bjarki Dagur