Spider-Man fær titil

Hin væntanlega ‘endurræsing’ á Spider-Man seríunni hefur nú fengið fastan titil, en myndin mun bera heitið The Amazing Spider-Man. Þetta tilkynnti Sony nú fyrir stuttu, en þeir létu fyrsta opinbera skotið af Köngulóarmanninum fylgja með.

Eins og flestir vita er það Andrew Garfield, úr the Social Network, sem fer með hlutverk hetjunnar liðugu, en honum til trausts og halds í myndinni verða þau Martin Sheen, Emma Stone og Denis Leary. Þar að auki verður myndin, sem nú er í tökum, tekinn upp í þrívídd líkt og Avatar, og áætlaður útgáfudagur eru 3. júlí árið 2012.

– Bjarki Dagur