Snýr Moranis aftur í Ghostbusters?

Rick gamli Moranis, sem gerði m.a. garðinn frægan í Honey I shrunk the Kids og framhaldsmyndum, er sagður munu stíga aftur inn í sviðsljósið á næstunni, en kappinn var sestur í helgan stein.
Ástæðan er sögð vera sú að Moranis ætlar að leika í nýrri Ghostbusters mynd sem er í undirbúningi, Ghostbusters 3, og leika þar hinn nördalega nágranna Louis Tully. Þá er Sigourney Weaver sögð ætla að leika í myndinni.
Bloody Disgusting vefsíðan segir þó að það sé ekkert enn að frétta af því hvenær myndin sé væntanleg, en heyrst hafi að hlutirnir séu komnir á hreyfingu ( þó að Bill Murrey sem lék einn af draugabönunum í fyrri myndunum segir hið gagnstæða).