Scorsese gerir stuttmynd með Pitt, DiCaprio og De Niro

Stórleikararnir Brad Pitt, Leonardo DiCaprio og Robert De Niro munu fara með aðalhlutverk í nýrri stuttmynd sem Martin Scorsese mun leikstýra. Um er að ræða mynd sem er styrkt af fyrirtækinu Melco-Crown Entertainment (MCE), en fyrirtækið rekur hótel og spilavíti í Hong Kong og Macau.

Leikstjórinn og leikararnir eru hvergi óvanir þegar kemur að því að gera mynd um spilavíti. Scorsese leikstýrði t.a.m myndinni Casino með De Niro í aðalhlutverki árið 1995. Pitt fór síðan með hlutverk Rusty Ryan sem rændi spilavíti ásamt öðrum í Oceans Eleven.

008-casino-theredlist

Handritið er skrifað af Terrence Winter, en hann gerði handritið að The Wolf of Wall Street og á heiðurinn af þáttunum Boardwalk Empire.

Myndin verður frumsýnd á næsta ári í Macau á nýju hóteli í eigu fyrirtækisins. Hótelið verður með kvikmyndalegu ívafi og verður þetta aðalauglýsing hótelsins til kvikmyndaunnenda víðsvegar um heiminn.