Saw 8 á leiðinni?

Vefsíðan Blody Disgusting segir að von sé á nýrri Saw hrollvekju, þrátt fyrir að framleiðendur hafi sagt að síðasta mynd, sú sjöunda í röðinni, hafi verið lokamyndin í seríunni.

saw-jigsaw-1024x576

Þetta er ekki orðið opinbert ennþá, en samkvæmt heimildum vefsíðunnar er Lionsgate framleiðslufyrirtækið á fullu að þróa áttundu Saw myndina, en það voru þeir James Wan og Leigh Whannel sem sköpuðu seríuna.

Síðasta Saw mynd var frumsýnd árið 2010, Saw 3D.