Sandler og Rock eru ólíkir feður

Gamanleikarinn Adam Sandler heldur áfram að senda frá sér kvikmyndir samkvæmt samningi sínum við Netflix streymisveituna, en myndirnar hafa hlotið misjafna dóma, en gott áhorf.

Nýjasta Netflix mynd kappans er kvikmyndin The Week Of, þar sem hann leikur með grínbróður sínum Chris Rock, en þeir hafa áður leikið saman í myndum eins og The Longest Yard og Grown Ups myndunum.

Sandler skrifar handritið ásamt Robert Smigel sem einnig leikstýrir.  The Week Of er sögð í svipuðum anda og Father of the Bride, sem margir kannast við með Steve Martin í aðalhlutverkinu.

Þeir Sandler og Rock eru mjög ólíkir feður pars sem er að fara að gifta sig.  Þeir neyðast til að eyða lengstu viku lífs síns saman, í aðdraganda brúðkaupsins.

Mun allt fara vel, eða fer allt í handaskolum?  Rachel Dratch og Steve Buscemi leika einnig í kvikmyndinni sem væntanleg er á Netflix 27 April.

Kíktu á kitlu úr myndinni hér fyrir neðan: