Sameinuð á geðsjúkrahúsi

emmastoneEmma Stone og Jonah Hill eiga í viðræðum um að leika í nýrri sjónvarpsseríu, Maniac, um mann sem lifir í eigin fantasíu- og draumaheimi, en í raunveruleikanum er hann lokaður inni á geðsjúkrahúsi.

Bæði Hill og Stone munu leika sjúklinga á sjúkrahúsinu. Leikstjóri verður Cary Fukunaga.

Ekki er búið að ákveða á hvaða sjónvarpsstöð serían verður sýnd. Samkvæmt Deadline vefnum þá eru líkur á að gerðar verði strax tvær þáttaraðir.

Samkvæmt Variety þá er næsta víst að Netflix vídeóleigan muni renna hýru auga til raðarinnar, enda leikstýrði Fukunaga verðlaunamyndinni Beasts of No Nation, sem var fyrsta bíómyndin í fullri lengd á Netflix

jonahhillFukunaga hefur einnig unnið með HBO sjónvarpsstöðinni sem leikstjóri og framleiðandi True Detective.

Hill og Stone, sem bæði hafa verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, unnu síðasta saman í bíómyndinni Superbad. Ef serían fer í framleiðslu þá verður þetta frumraun þeirra beggja í leik í sjónvarpsþáttaröð.