Sagði nei við nektaratriði

Emily Blunt vill ekki leika í nektaratriðum nema þau séu algjörlega nauðsynleg fyrir söguþráð mynda.emily blunt

Blunt átti að vera berbrjósta í einu atriði í Sicario á móti Benicio del Toro en ekkert varð af því.

„Það var nektaratriði í handritinu en það var tekið út vegna þess að við vorum á móti því,“ sagði hún við The Howard Stern Show.

Þegar Stern spurði hana hverjir „við“ værum sagði hún: „Brjóstin mín“.

„Benicio stóð við bakið á mér í þessu. Það átti að vera nektarsena milli mín og hans. Ég lít á hann eins og bróður minn núna.“