Rússneskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís

Rússneskir kvikmyndadagar verða haldnir í fyrsta skipti í Bíó Paradís 23.-27 október í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi. Myndirnar verða sýndar á rússnesku með enskum texta utan kvikmyndarinnar Leviathan sem sýnd er með íslenskum texta.

Frítt er inn á opnunarmyndina, Leviathan, þann 23. október kl 18:00. Myndin hefur vakið gríðarlega athygli og hlotið einróma lof en hún var m.a. tilnefnd til gullpálmans í Cannes og hlaut verðlaun fyrir besta handrit. Myndin tekst á við spillingu í Rússlandi samtímans og þykir ekki síður mögnuð fyrir augað.

Brest-2

Allt það besta úr rússneskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði, auk fjölbreyttra verðlaunamynda sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. HÉR er hægt að skoða dagskrá rússneska kvikmyndadaga.