Russell Crowe biður þig um hjálp

Stórleikarinn Russell Crowe berst nú eins og hundur fyrir framhaldinu að stórmyndinni Master & Commander: The Far Side of the World. Myndin var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna árið 2003 og var handritið að framhaldinu komið í hendur Crowe og kvikmyndaversins 20th Century Fox. En nú virðist sem höfuðpaurarnir hjá 20th Century séu ekki mjög spenntir.

Leikarinn sendi frá sér stutta tilkynningu á samskiptasíðunni Twitter, „Ef þið viljið sjá framhald að Master & Commander mæli ég með því að þið sendið Tom Rothman hjá Fox tölvupóst og segið honum hug ykkar.“

Talið er að Fox efi að það muni borga sig að gera framhald að Master & Commander, þar sem fyrri myndin halaði aðeins inn 93 milljón dölum en kostaði 150 milljónir í framleiðslu.

– Bjarki Dagur