Russell Crowe að skilja vegna anna – 6 myndir á leiðinni

Íslandsvinurinn og stórleikarinn ástralski Russel Crowe og eiginkona hans til níu ára, Danielle Spencer eru skilin, samkvæmt ástralska blaðinu Sydney Morning Herald, en blaðið segir að skilnaðurinn sé til kominn vegna mikilla fjarvista Crowe frá heimilinu vegna vinnu.

Russell, sem er 48 ára gamall, og Danielle eiga tvö börn saman; Charles átta ára, og Tennyson, sex ára.

Russel er þessa stundina við tökur í Bandaríkjunum á stórmyndinni um Örkina hans Nóa, sem var tekin hér á Íslandi að hluta, eins og landsmenn komust ekki hjá að fylgjast með í sumar. Danielle er hinsvegar heima með börnin.

Samkvæmt áströlsku slúðupressunni þá kemur skilnaðurinn, ef þetta er allt saman á rökum reist, á óvart, þar sem hjónabandið var talið standa traustum fótum.

Sex myndir væntanlegar

Russell hefur eins og fyrr sagði verið á kafi í vinnu að undanförnu, og einar sex myndir eru væntanlegar með honum á næstu 12 mánuðum: Les MiserablesBroken CityNoahSupermanWinter’s Tale og Man With The Iron Fist.

 

Stikk: