Rómantískustu atriði bíósögunnar

harrryHver eru rómantískustu atriði kvikmyndasögunnar? Breska blaðið The Independent fékk nokkra sérfræðinga í þeim efnum til að velja uppáhalds rómantíska atriði sitt í bíómynd og meðal þeirra atriða sem nefnt var, var atriðið með þeim Kate Winslet og Leonardo DiCaprio þegar Winslet kyssir Leo bless að eilífu í stórmyndinni Titanic. 

Annar nefndi áramótaatriðið úr When Harry Met Sally þegar Harry segist elska Sally, en sá álitsgjafi telur myndina vera bestu rómantísku gamanmynd allra tíma.

Wall-E-love

Enn annar nefndi atriðið úr Wall-E þegar vélmennið fer með Eve heim til sín eftir sandstorm og sýnir henni jurt. Hún grípur jurtina, og þar sem markmiðinu var þar með náð, fer hún í óvirkan ham og eina „lífsmarkið“ er grænt blikkandi ljós.  „Það hvernig Wall-E reynir í örvæntingu að ná henni úr þessum ham er mjög átakanlegt.“

Sjáðu listann í heild sinni með því að smella hér.