Rogen er loðinn Kardashian – Myndband

seth rogenLeikararnir og vinirnir Seth Rogen og James Franco gerðu sér lítið fyrir og gerðu grínútgáfu af tónlistarmyndbandi tónlistarmannsins Kanye West við lag hans Bound 2, en í upprunlega myndbandinu leikur kærasta hans og barnsmóðir, Kim Kardashian, aðalhlutverk ásamt West.

Í upprunalega myndbandinu fljúga neistar á milli þeirra West og Kardashian, enda lagið hálfgerður ástaróður söngvarans til kærustunnar. Í grínútgáfunni bregður Franco sér í hlutverk West en Rogen er Kardashian, og skekur sér með tilþrifum á mótorhjóli líkt og Kardashian gerir í upprunalega vídeóinu.
Myndabandið birtist fyrst á Facebook síðu Rogen á mánudagsmorguninn með eftirfarandi texta í lauslegri íslenskri þýðingu: „Á tökustað myndar þeirra The Interview, þá fengu þeir James Franco & Seth Rogen innblástur til að endurgera uppáhalds nýja myndbandið sitt. Töku fyrir töku.“
Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan og upprunalega mynbandið þar fyrir neðan: