Risaeðlurnar skáka Baltasar

Risaeðlurnar í Júragarðinum eru ekkert á því að gefa toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans eftir, þó svo að íslenski Hollywoodleikstjórinn Baltasar Kormákur sé með glænýja mynd í bíó, en Adrift eftir Baltasar nær einungis öðru sæti listans á eftir Jurassic World: Fallen Kingdom.

Í þriðja sætinu er einnig ný mynd,  Ocean´s 8, þar sem konur eru í öllum aðalhlutverkum, öfugt við fyrri Ocean´s myndir þar sem karlpeningurinn var mest áberandi í helstu hlutverkum.

Tvær nýjar myndir eru á listanum þessa vikuna, þó reyndar hafi þær verið áður á listanum. Þetta eru þær The Square og Doktor Proktor og tímabaðkarið. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: