Risa Batmanpakki á leiðinni – Stikla

Eftir að hafa mokað inn bílförmum af peningum í bíó í sumar, þá er stórmyndin The Dark Knight Rises, þriðja og síðasta Batman myndin úr smiðju Christopher Nolan, á leið á Blu-ray, DVD og stafrænt niðurhal, allt í einum stórum pakka, þann 4. desember næstkomandi í Bandaríkjunum.

Að auki verður gefin út sérútgáfa með sérstakri Batman hettu.

Til að fá nasasjón af því hvað verður boðið upp á í pakkanum, þá geturðu skoðað vídeóið hér að neðan en stiklan leggur áherslu á stóru andartökin í myndinni, auk þess að gefa sýnishorn af einhverju af þeim þremur tímum af aukaefni sem verður á diskinum:

Warner Bros kallar útgáfuna í stiklunni:  The Dark Knight Rises „the Blu-ray event of the year.“