Ralf rústar miðasölunni

Ralf, í teiknimyndinni Ralf rústar internetinu, gerði sér lítið fyrir um helgina og rústaði líka miðasölunni, og  rauk beint á topp íslenska aðsóknarlistans, á sinni fyrstu viku á lista. Það er nokkuð vel gert hjá honum þar sem helsti keppinauturinn var enginn annar en hnefaleikamaðurinn Adonis Creed í Creed 2, sem þurfti að láta sér lynda annað sæti listans.

Þriðja sætið féll svo toppmynd síðustu  tveggja vikna í skaut, Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Í áttunda sæti listans er Plageus of Breslau,  Í 13. sætinu situr Anna and the Apocalypse, og í því sextánda er íslenska heimildarmyndin Svona fólk.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: