Blóðhefnd: 06 – Blessuð blíðan

„Ég er ekki frá því að allt þetta adrenalínkikk sé farið að þrýsta einu kvikindi út úr görninni á mér.“

Hrotturinn Benni og glæpagengi hans er hin furðulegasta karaktersúpa og mæa lengi vel setja spurningarmerki við þetta viðskiptamódel hjá þeim trúðum. Þá er líka sérstaklega skoðað hversu taktískur Trausti reynist vera í aðferðum sínum og er sagan svo sannarlega ekki öll hvað baksögu Maríu varðar.

Og líkt og Íslendingar eiga til að gera er að sjálfsögðu heilmikið rætt um veðrið.