Blóðhefnd: 01 – Djöfull er költ hérna

“Þegar þetta er afstaðið, þá skulum við fara til Bangkok og þá slettum við almennilega úr klaufunum.”

Svo segir í íslensku kvikmyndinni Blóðhefnd frá 2012, hasarveislu sem verður í brennidepli á komandi vikum hjá stjórnendum hlaðvarpsins Poppkúltúr, þar sem Sigurjón og Tómas leggja í átakanlega áskorun. Verður þetta hluti af sérstökum undirlið hlaðvarpsins, sem annars mun haldast óbreytt í sínu sniði.

En nú er fyrsti í Blóðhefnd. Áskorun er kynnt auk yfirferð á mögnuðum söguþræði verksins sem er til umræðu. Fyrstu viðbrögð, almennar væntingar og geðheilsa þáttastjórnenda er þá komin hressilega undir smásjánna.