14 – „Ljótan“ í Hollywood

Gleðilega hátíð, kæru hlustendur og fleiri víða. Svona í ljósi þess hvað mörg okkar eru pakksödd og í fínustu rólegheitum líður eflaust mörgum hverjum ekki alveg eins og þeir séu í sínu besta eða fallegasta pússi, hvað sem það í raun þýðir. Þá ákvað Poppkúltúr að fara þessa vikuna yfir tvöföldu standarda Hollywood og skemmtibransans þegar kemur að útlitskröfum og eðlilegum hversdagsheitum.

Er það sjálfgefið að leikarar fái Óskarstilnefningu eða hylli gagnrýnenda fyrir það eitt að bæta á sig kílóum, grafa sig undir förðun eða sjást í ramma með óþvegið hár?

Útlit er fyrir að eitthvað sé ekki alveg með felldu í heimi fallega og fræga fólksins.

Stikk: