19 – Játningar um söngleiki

Söngleikurinn þykir oft vera mikið bannorð hjá kvikmyndaáhugafólki, þá álitið vera sakbitna sælu að kunna að meta þá fjölbreyttu flóru sem fylgja söngleiknum eins og hann leggur sig. En hvers vegna er það?

Hvað þykir svona stuðandi oft við það að bresta í söng í miðri senu og hvaða bíósöngleikir í okkar poppkúltúr hafa í gegnum árin náð að sameina mismunandi hópa?

Í þessum þætti er horft yfir gæðapóla mismunandi söngva- og dansmynda, ágæti margra þeirra, Disney-uppeldi, sing-along sýningar og mögulegt Íslandsmet í fjölda bíóferða á þekktri bíómynd.

Stikk: